Hvað er svo eiginlega hægt að gera á Akureyri?
Okkur finnst slagorð Akureyrar alls ekki svo galið! Öll lífsins gæði, eða er það kannski bara litli bærinn með stóra hjartað?
Hér höfum við fjöldann allan af frábærum veitingastöðum, 2 bíó, metnaðarfullt leikhús að okkar mati, mögnuð listasöfn, mikinn skólabæ, frábæra sundlaug og magnað skíðasvæði. Margar fallegar verslanir er að finna í bænum og svo mætti lengi telja.