Skjaldarvík - gistiheimili


Smelltu á myndina og kíktu í heimsókn

Skjaldarvík býður upp á gistingu í 28 fallega búnum herbergjum með sameiginlegri bað- og snyrtiaðstöðu.  Herbergin eru eins til fjögurra manna. Góð rúm eru í öllum herbergjum, þægilegir svefnsófar í fjölskyldu herbergjum.

Herbergin er útfærð á ólíkan hátt, hvert og eitt með sín sérkenni en gæði gistingar í öllum herbergjum þau sömu.

Verðlista er að finna í valmyndinni hér til hliðar. Morgunmatur er innifalinn í verði gistingar.

Í austurálmu er notaleg setustofa og bar með sjónvarpi, bókasafni og spilum.

Í bakgarð eru svo heitur pottur en hvergi er betra að láta líða úr sér eftir góðan dag, frítt er í pottinn fyrir gesti gistiheimilisins.

Á lóðinni er notalegur trjálundur þar sem gestir og gangandi geta tyllt sér niður með kaffibolla, morgunverðinn eða bara lagst í hengirúmið og látið sig dreyma.

Panta gistingu