Skilmálar

Skilmálar og skilyrði

Skjaldarvík ferðaþjónusta (Concept ehf), s. 552 5200, skjaldarvik@skjaldarvik.is, Skjaldarvík, 601 Akureyri

Afbókunarskilmálar

Gisting: Ef afbókað er með tveggja daga fyrirvara(48 tímar) er engin greiðsla tekin. Ef afbókað er síðar og/eða gestur mætir ekki, er fullt verð bókunar rukkað. Komutími miðast við kl. 14.00 og brottför við kl. 12.00.

Hestaferðir: Við bókun hestaferða þarf að greiða fullt gjald, ef afbókað er með tveggja daga fyrirvara (48 tíma) er fullri endurgreiðslu heitið. Ef afbókað er með 12 tíma fyrirvara er 50% gjald endurgreitt. Ef afbókað er með minna en 12 tíma fyrirvara eða viðkomandi mætir ekki er engin endurgreiðsla í boði.

kort

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing.

Samningur þessi er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það
rekið fyrir Héraðsdómi Akureyrar.