Um okkur

 

Skjaldarvík ferðaþjónusta byrjaði árið 2010 sem fjölskyldufyrirtæki, þar sem við vorum í þessu öll saman af lífi og sál. Óli, Dísa og stelpurnar, þær Klara, Katrín og Sunneva.  Eins og oft vill verða vaxa börnin frá manni og nú er það aðeins Sunneva sem eftir er hjá okkur og hjálpar til þegar á þarf að halda.

Óli (oli@skjaldarvik.is) er menntaður ferðamálafræðingur frá Háskóla Íslands og hestaáhugamaður. Óli hefur unnið að fjölbreyttum verkefnum er tengjast landi og þjóð og íslenskri náttúru.

Dísa disa@skjaldarvik.is)er grafískur hönnuður, matartæknir og markþjálfi með óbilandi áhuga á sköpun. Dísa heldur líka úti Klúbbi sem heitir Úr geymslu í gersemi og hægt er að skoða síðuna hennar hér www.disaoskars.com